Ruglaðist á dögum og gaf út bók

[container] Myndasögur Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur undir hatti Lóaboratoríum kæta landsmenn vikulega á síðum Fréttatímans, en nýlega kom út samnefnd bók með safni myndasagna úr smiðju Lóu. Lóa er útskrifaður myndlistarmaður, meistaranemi í ritlist og síðast en ekki síst söngkona hljómsveitarinnar vinsælu FM Belfast. Nýlent úr tveggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu sagði Lóa blaðamanni frá bókinni, meintu metnaðarleysi sínu og skáldsöguröskuninni sem hún þjáist af eins og annar hver Íslendingur.

Kveikti á keppnisskapinu
Lóaboratoríum kom út um miðjan nóvember og samanstendur af myndasögum frá síðustu sjö árum sem sumar hverjar hafa birst áður í ýmsum blöðum; m.a. Fréttatímanum, Grapevine og Stúdentablaðinu. Í Lóaboratoríum kennir ýmissa grasa: berbrjósta konum bregður fyrir, misyfirveguð börn láta að sér kveða og áfengisvandi er álíka algengur og kvef í nóvember.

Útgáfan er þó ekki komin til af óbilandi innri drifkrafti Lóu til að gefa út bók, segir hún, heldur er hún fremur afrakstur tilviljana og hvatningar frá drífandi vinum.

„Þetta byrjaði eiginlega á því að ég ruglaðist á dögum. Ég fór á bókasafnið að skila bók í vor en lenti þá óvart á opnun sem ég hafði samt ætlað mér að fara á,“ rifjar Lóa upp. „Úlfhildur Dagsdóttir, sem heldur nánast uppi myndasögum á Íslandi, sér um myndasögudeildina á Borgarbókasafninu og á nokkurra vikna fresti fær hún myndasöguhöfunda til að halda sýningu. Ég mætti þarna rosa áhugasöm og þá bauð hún mér að sýna,“ heldur Lóa áfram. Parið sem sýndi á undan Lóu hafði tekist á hendur það verkefni að gera og birta eina myndasögu á hverjum degi samhliða sýningunni. Og þar með var teningnum kastað.

„Ég er með gamalt keppnisskap sem kviknar stundum á og ég ákvað að ég yrði að gera þetta líka. Ég fattaði bara ekki alveg að þau voru tvö og ég ein. Og að sýningin stæði yfir í fjörutíu og eitthvað daga. Svo með ritlistarnáminu mínu og öllu öðru sem ég var að gera fór ég að gera eina myndasögu á dag. Þá safnaðist mjög hratt upp stór bunki af sögum.“

Þó að dagleg myndasöguframleiðsla hafi reynst nokkuð stór áskorun í upphafi hafði hún líka mjög góðar aukaverkanir; „Þetta var eiginlega bara alveg frábært og það besta sem ég hef gert. Ég gat ekki gert miklar kröfur til mín af því að þetta var daglegt – og þeir sem lásu sögurnar vissu það líka. Það myndaðist bara einhver hjáleið fram hjá ritstíflum. Ég uppgötvaði að maður hefur alltaf eitthvað að segja og mér hefur eiginlega ekki orðið orða vant síðan – það er eins og þetta hafi losað um einhvern tappa í hausnum sem ég vona að komi aldrei aftur,“ segir hún.

Lóa listræn sjálfsmynd
Lóa Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd.

„Ég bý bara til vandamál úr góðum hlutum“
Að sýningu lokinni minntist Lóa á þennan stafla af myndasögum sem hlaðist hafði upp við vin sinn til margra ára, Hugleik Dagsson. Hann hvatti hana til að gefa þær út á bók. Það var ekki í fyrsta skipti sem hann reyndist hálfgerður ljósfaðir fyrir Lóu, því hann átti líka stóran þátt í því að fyrri bók Lóu, Alhæft um þjóðir, kom út árið 2009.

„Hann er eiginlega ástæðan fyrir því að ég hef tekið eitthvað svona saman og gefið út. Ég hef ekkert svona dræf. Það nægir mér alveg að teikna bara – bók er ekki að fara að gera eitthvað mikið fyrir mig svona persónulega,“ segir Lóa.

Fær hún þá ekki svona sælugæsahúð yfir glóðvolgum prentgrip? „Jú, alveg á endanum, en það er ekki nóg til þess að ég taki af skarið. Ég er ekki beinlínis metnaðarlaus… jú, kannski er ég það! Það eina sem ég hugsa er bara: jess, jólagjafirnar komnar! Ég veit að ég er ekkert að fara að fá fullt af peningum eða einhver frábær tækifæri í kjölfarið. Ef ég teikna eitthvað sem ég er mjög ánægð með líður mér miklu betur en ef einhver segir að honum finnist mynd eftir mig flott. Æ, ég ofhugsa bara svona hluti. Þegar ég var í Listaháskólanum fékk ég einhvern tímann bestu einkunnina í áfanga. Það fór svo öfugt ofan í mig að ég var viss um að kennarinn héldi að ég væri með þroskahömlun og væri bara að vera extra góður við mig. Ég er svo paranojd,“ hlær hún.

„Þetta er auðvitað gaman, en ég þarf í alvörunni annarra manna hjálp til að gera eitthvað. Ég bý bara til vandamál úr góðum hlutum, sem er kannski ástæðan fyrir því að sögurnar eru eins og þær eru. Þá er gott að þekkja fólk sem hjálpar manni. Ég verð að hafa svona ytri hvata. Núna geri ég bara eina myndasögu í viku. Ef einhver segir mér að ég verði að skila inn efni þá skila ég, en annars er ég bara róleg heima hjá mér að horfa á einhvern þátt.“

Eftir örlitla umhugsun bætir hún við: „Ég held stundum að þetta sé skólakerfisvandamál, hvernig ég hegða mér. Ég er svo háð því að fá einkunnir og vinna í törnum rétt fyrir próf. Þannig hegða ég mér líka gagnvart verkefnum, nema núna eru deadline, ekki próf. Ef ég vinn eitthvað sjálfstætt núna, þá er það yfirleitt af því að ég er að „skrópa“ í verkefni sem ég á að vera að vinna,“ segir hún.

Karlar eru óspennandi
Persónurnar í Lóaboratoríumheiminum eru misárennilegar, en þar fer oft ansi mikið fyrir konum á ýmsum aldri. Er Lóa upptekin af reynsluheimi kvenna? „Sko, þegar ég vann sem myndskreytari var það stefnan hjá mér að ef textinn fjallaði um hóp af fólki hafði ég alltaf meirihlutann konur. Og ef það skipti ekki máli hvort einhver karakter var karl eða kona valdi ég frekar konu. Þetta er einhver furðuleg tilraun hjá mér til að rétta eitthvað af í mannkynssögunni,“ segir Lóa. „Þetta er eins með viðtöl og svona fyrir FM Belfast. Ég segi alltaf já við öllu. Ég veit að ég er spurð oftar en strákarnir, af því að konur segja oftar nei. Og mér finnst mér þess vegna bera skylda til að segja já. Vantar konu í dómnefnd í menntaskólasöngkeppni? Já, ókei, ég skal!“ leikur hún.

Konurnar hafa líka myndrænt aðdráttarafl fyrir Lóu. „Mér finnst bara skemmtilegra að teikna konur. Þegar við vorum í módelteikningu í skólanum og það kom karlmódel var ég alltaf svekkt. Karlar eru eitthvað svo beinir og óspennandi,“ segir hún. „Og konurnar máttu ekki heldur vera of mjóar. Það var eitt módel uppi í FB sem fór í megrun og var alltaf ljósabrúnni og grennri í hvert skipti sem hún kom – ég þoldi það ekki! Hún sem var svo fín í upphafi, hún var svo föl og með svo flottar fellingar. Það var geðveikt gaman að teikna hana. Mjótt fólk er glatað.“

Þar fyrir utan heillar það Lóu að ýmis tabú virðast vera miklum mun sterkari í kringum kvenkynið – það þykir t.a.m. mun verra að kona sé drukkin í kringum börnin sín en karl. „Þess vegna er ég búin að teikna mjög mikið af fullum mæðrum,“ segir hún og brosir.

Það er kannski rétt að taka fram að myndasögurnar í Lóaboratoríum byggja fæstar á ákveðnum atburðum eða fyrirmyndum. „Ég er hins vegar að nota svona sjálfsævisögulegt efni í aðrar myndasögur, en mér finnst ég ekki vera komin á alveg nógu góðan stað með þær.. Það eru litlar, stuttar sögur sem ég er búin að vera að vinna að lengi – en það gerist náttúrulega aldrei neitt í þeim, því það er enginn að segja mér að skila þeim!“ bætir hún við.

Lukkugrís með skáldsöguröskun
Lóa hefur áður sagt frá því hvernig tilviljanir urðu til þess að hljómsveitin FM Belfast varð til, en auk hennar skipa sveitina þeir Árni Vilhjálmsson, Örvar Þóreyjarson Smárason, Ívar Pétur Kjartansson, Egill Eyjólfsson og Árni Rúnar Hlöðversson, sem jafnframt er kærasti og barnsfaðir Lóu.

„Við ætluðum eiginlega ekkert að vera hljómsveit. Við stofnuðum hana af því að strákur hjá Airwaves hafði hlustað á okkur á Myspace og bað okkur að spila á hátíðinni. Við gerðum það, út frá því spiluðum við í Kaupmannahöfn og svo bara gerðist þetta. Við höfum verið einhverjir lukkugrísir. Við þurftum ekkert að vera mjög próaktíf í þessu til að byrja með, það kom bara seinna,,“ segir Lóa. „En eftir ferð eins og þá sem við vorum að koma úr fer maður kannski að hugsa sig tvisvar um með framhaldið,“ bætir hún við og ranghvolfir augunum.

Tveggja vikna ferð um Evrópu með tólf tónleikum kann að hljóma eins og öfundsverð upplifun, en þegar frásagnargáfa Lóu fær að njóta sín hljómar hún frekar eins og skringileg pyntingaraðferð. Þar koma meðal annars við sögu tónleikar á hamborgarabúllu, músagangur og lykt af volgri skinku, að ógleymdum söknuði eftir börnum. „Við erum búin að ferðast frekar mikið í ár og erum öll svolítið súr núna, held ég. Og til að útskýra og afsaka neikvæðni mína ítreka ég að ég var bara að koma heim“ segir hún og hlær við. „En nei, það vill ekkert okkar gera þetta svona. Við eigum öll börn og það er ekkert gaman að vera svona lengi í burtu frá þeim. Og af því að tónlistin hefur aldrei verið neitt yfirlýst markmið og tilgangur hjá mér finnst mér stundum skrýtið að taka svona ferðir fram yfir myndlistina og prívatlífið og allt hitt,“ segir hún hugsi.

Hluti af þessu „öllu hinu“ er einmitt ritlistarnámið, sem tengist jú frásagnargáfunni nokkuð sterkum böndum. Hvað varð til þess að hún fór í það nám? „Sko, það hljómaði eins og góður staður til að leggja áherslu á textann frekar en teikninguna, og rækta þann hluta. Mér finnst það oft koma niður á myndasögunum mínum hvað ég hef litla þjálfun í textagerð,“ útskýrir Lóa og bætir síðan við: „Og svo er þetta náttúrulega einhver svona geðbilun, eins og allir eru með, að maður verði að skrifa skáldsögu… Ætli ég sé ekki bara með skáldsöguröskun, eins og allir hinir.“

Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í ritlist.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712