„Lífið í laugunum sótti á mig“

[container]  Spjallað við Kristínu Steinsdóttur.

vonarlandid„Mér finnst persónurnar skipta meginmáli, að þær séu sannverðugar. Á þessum krimmatímum, þá finnst mér persónusköpunin lenda í aftursætinu. Mér finnst mikilvægt að persónur séu ekki bara klisjur, heldur að maður hafi á tilfinningunni að þær andi, að þær séu með heitar hendur eða kaldar.“

Þetta segir Kristín Steinsdóttir rithöfundur um nýjustu skáldsögu sína, Vonarlandið sem nýlega er komin út hjá JPV. Í henni segir frá nokkrum konum í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar, sem framfleyta sér með því að taka að sér ýmis störf sem nú eru gleymd, eins og vatnsburð og þvotta í laugunum í Laugardalnum.

Kvennaheimur
Bókin fjallar með öðrum orðum um reynsluheim fátækra kvenna í gömlu Reykjavík, en Kristín segir að þær ekki eiga sér marga málsvara í bókmenntum. „Það er til mikið af heimildum frá þessum tíma og mikið er skrifað um karlana, sérstaklega menntamennina, en þessi reynsluheimur kvenna er ekki til staðar í skáldskapnum. Ég er femínisti og mér finnst mikilvægt að þessar raddir fái að heyrast. Það gerist alltof oft að konur, sérstaklega frá þessum tíma, sé hafðar, ekki einu sinni í baksætinu, heldur skottinu!“

Kristín haslaði sér upphaflega völl sem höfundur leikrita og barnabóka en síðan hún byrjaði að skrifa fyrir fullorðna hafa skáldsögur hennar oftar en ekki haft konur í aðalhlutverkum. Hún segist þó ekki skrifa sérstaklega fyrir konur. „Ég hugsa aldrei um lesendur mína þegar ég skrifa, kannski er ég bara aðallega að skrifa fyrir sjálfa mig. Ég skrifa af þörf fyrir að koma frá mér, eins og í þessu tilfelli, sögu þvottakvennanna.“ Þrátt fyrir það er Kristín fegin þegar bækur hennar hljóta góðar viðtökur. „Konur, karlar, það skiptir ekki máli, ég vil bara lesendur.“

Konurnar í Vonarlandinu eiga erfitt uppdráttar, bæði vegna kyns síns, en líka vegna bágrar stöðu sinnar í samfélaginu. Konurnar í bókunum þar á undan, vinnukonan Bjarna-Dísa og Ljósa, sem barðist við geðsjúkdóm á tímum mikilla fordóma, áttu ekki síður undir högg að sækja í samfélaginu. Þegar hún er spurð út í áhuga sinn á þeim sem standa höllum fæti segir hún hann hafi fylgt sér lengi. Í barnabókum sínum einbeitti hún sér oft að þeim sem voru á jaðrinum . „ Ég hef alltaf verið dálítið upptekin af stéttabaráttunni. Ég veit ekki af hverju þetta höfðar svona til mín. Mér finnst bara að þessu fólki, þessum konum, hafi ekki verið gerð nægilega góð skil og mér finnst það vera verðugt verkefni að gera það. Ég geri það af því að mig langar til þess, ég þarf ekki að pína mig til þess. Mig hefur aldrei langað til þess að skrifa um yfirstéttarkonur.“


Reykjavík fortíðarinnar

Vonarlandið er skáldsaga, en Kristín byggir ýmislegt í sögunni á því sem hún hefur kynnt sér um fyrri tíma í Reykjavík. „Ég get alveg samið og diktað upp, en það er mikið í þessari bók sem ég hef fundið. Þá tek ég það og bý því nýjan búning.“ Dæmi um þetta er dómsmál sem finna má í bókinni, en atburðir þar eru meira og minna teknir upp úr dómabókum í Reykjavík. „Það er mikil heimildavinna sem liggur þarna að baki. Mér finnst gaman að heimildavinnu, mér finnst hún skemmtileg. Ég las allt um gömlu Reykjavík sem ég komst yfir, hvernig hlutirnir voru, hvað fólkið borðaði og hvernig þessar blessuðu konur unnu sína vinnu, svo ég gæti dregið upp trúverðuga mynd.“

Heimildavinnan gerir það að verkum að Reykjavík 19. aldarinnar sprettur ljóslifandi upp á síðunum skáldsögunnar. „Það var til dæmis virkilega þannig að næturvörðurinn gekk um og hrópaði tímann á klukkutíma fresti því það var engin klukka. Það sem er síðan svo skemmtilegt við vatnspóstana er að þeir söfnuðust saman og meðan þeir biðu þar voru sagðar sögur og fréttir. Það var mikið spjallað á póstunum, þar var fjörið. Það eru til heimildir um þá, bæði um einstaka vatnspósta og líf þeirra.“

Kristín leggur áherslu á að líf þessara fátæku kvenna var ekki auðvelt og það útheimti mikla vinnu að lifa af. „Vatnspóstarnir báru yfirleitt 30 lítra af vatni á öxlunum og drösluðust með þetta í húsin. Svo voru þeir náttúrulega alltaf rennandi blautir. Það var sama sagan í laugunum; á einhverjum stað fann ég skráð að konurnar voru blautar að lágmarki upp að brjósti. Það er aðdáunarvert að fólk skuli yfirhöfuð hafa lifað þetta af en líka að það hafi gert sér hlutina eins þolanlega og það gat. Þetta voru náttúrulega ekki bara eintóm leiðindi, menn voru líka að skemmta sér. Við gleymum því nefnilega alltaf. Okkur finnst þetta hljóti allt að hafa verið hræðilegt, en það var það svo sannarlega ekki. Þetta var náttúrulega beinharður raunveruleikinn, þú varðst að vinna fyrir þér, og ef þú komst ekki í vist í fínu húsi, eins og var þeirra draumur, þá þurftir þú bara að fara í það sem er í boði. Og það voru þessi störf. Mér fannst dálítið gaman að varpa ljósi á þau.“

Allt hefur sinn tíma
Aðspurð um þá afdrifaríku ákvörðun að fara að skrifa fyrir fullorðna frekar en börn segir Kristín: „ Ég held að allt hafi sinn tíma. Ég byrjaði sem leikskáld ásamt Iðunni systur minni og við skrifuðum leikrit í nokkuð mörg ár. Meðfram því fer ég að skrifa barnabækurnar og þá leggjast leikskrifin algjörlega af. Ég segi alltaf að barnabækurnar hafi komið til mín eins og framlenging af henni mömmu.  Þegar ég fer að skrifa þá kemur mamma til mín með sögurnar, þær koma bara úr brjóstinu og það kemst ekkert annað að en að skrifa fyrir krakka.“ Eftir að hafa skrifað fyrir börn lengi vel og fann Kristín hins vegar að hún þurfti á breytingu að halda. „Ég var farin að keyra alltaf í sama farinu. Kringum aldamótin flyt ég til Reykjavíkur, hafði verið á Akranesi í kringum 20 ár þar á undan, og þá small bara eitthvað, ég varð svo glöð að ég hljóp um göturnar eins og kálfarnir á vorin. Það má ekki misskilja mig, ég var ekki að koma úr neinu fangelsi, það var bara svo gott að skipta um gír. Þá sest ég niður og skrifa Engil í Vesturbænum. Það er barnabók sem er samt ekkert síður fyrir fullorðna. Þegar ég var búin að skrifa hana, þá var ég komin hálfa leið yfir í fullorðinsbækurnar og þá urðu þessi skil. Það getur svo sem verið að ég eigi aftur eftir að skrifa fyrir börn, ég veit það ekki, en allar hugmyndir sem ég fæ í dag eru fullorðins.“

Skrifar til að koma einhverju frá sér
Kristín segir að hugmyndirnar að bókum sínum séu ekki úr lausu lofti gripnar. „Það er yfirleitt eitthvað sem ég er búin að hugsa um lengi. Það er aldrei þannig að ég grípi eitthvað, hugsi að nú skrifi ég bók um þetta og setjist svo niður. Ég skrifa hjá mér hugmyndir og punkta niður ýmislegt meðan ég les og svo byrja ég að keyra bókina inn í þessar hugmyndir allar.“ Innblásturinn leynist þó víða. „Ég er alltaf með að lágmarki tvær bækur í tölvunni í einu. Vonarlandið atti til dæmis ekki að koma út fyrr en seinna, en það sótti svo á mig, lífið í laugunum, að ég hugsaði bara með mér: „Hættu nú að berjast á móti þessu, kerling, og leyfðu þessari bók að komast að, hún vill komast að.“ Maður skrifar um það sem maður er mótiveraður fyrir hverju sinni og ég held að það sé besta vinnan sem kemur út úr því , því það er ekki gott að skrifa um eitthvað sem manni finnst maður ætti að vera að skrifa um af skyldurækni, það hefur mér aldrei gefist vel.

Kristín hefur margar sögur að segja, en er þó hörð á því að sögurnar og persónurnar séu það sem skiptir máli í bókunum hennar. „Ef þú vilt virkilega hitta mig undir beltisstað, þá segirðu að ég sé að predika í bókunum mínum. Mér leiðist svo predikunartónn, hefur alltaf leiðst hann. Auðvitað eru allir höfundar að reyna að varpa ljósi á eitthvað, þeir er að reyna að koma einhverju til skila, en stóra spurningin er hvernig þeir koma því til skila. Ég ætla að vona það að þó ég sé að skrifa um efni sem brennur á mér, eins og þessar konur, þeirra líf og strit, þá komi það ekki út eins og predikun því þá hefur mér ekki tekist vel upp. “

Gréta Sigríður Einarsdóttir, meistaranemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

slotoppo


agen bola online


Mix Parlay


Judi Bola


Mix Parlay


judi bola


slot gacor anti rungkad


Penghematan 3x Tips Mahjong Ways Hunian PCH

Rahasia Siti Surabaya Produktivitas Naik 25 PCH

Scatter Hitam Bisnis Irfan Hunian Langka PCH

Bandingkan Mahjong Ways vs Cost Saving PCH

Kunci Gopay178 Hunian Berperabot PCH

Membaca Data Bisnis dengan Mahjong Wins Gopay178

Satu Pintu 75000 Pilihan Single Poc PCH

Relokasi Tanpa Drama Panduan Group Move

Fitur Baru PCH Check In Mudah Jackpot Gopay178

Kenyamanan Eksekutif Hunian PCH All Inclusive

Dosen STIP Ungkap Pola Raja Zeus 178 Juta

Mega Win Fadil Bogor Pola Mahjong Ways Ilmiah

Scatter Hitam Taruna Wulan Semarang Menang 112 Juta

Riset Mahasiswa Jakarta Wild Bandito Data Navigasi

Raka Surabaya Uji Pola Mahjong Ways Berhasil Gopay178

Kapten Rendra STIP Pola Lucky Neko Taruna Maritim

Temuan STIP Pola Raja Zeus Gelombang Laut Banda

Mahjong Wins3 Simulasi Ilmiah Taruna Teknika

Taruna Rudi Makassar Rekor 134 Juta Mahjong Ways

Jordan Bogor Penelitian Mahjong Ways 92 Juta

Dosen STIP Pengaruh Pola Spin Mahjong Ways

Pola Turbo Cuan Mahjong Wins3 Psikologi Taruna

Gopay178 Studi Pola RTP Harian Lab STIP

Dian Pekalongan Menang 75 Juta Analisis Mahjong Wins3

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko STIP

Kapten Suharto Pola Wild Bandito Navigasi Kapal

Taruna Fadil Bogor Mahjong Ways Lab Statistik

Taruna Denpasar 67 Juta Simulasi Mahjong Ways

Cuan Lucky Neko Modul Statistik Maritim

Dian Pekalongan Analisis Akademis Mahjong Wins3

Taruna Inces1000 STIP Pola RTP Ilmiah

Taruna Rudi Makassar Uji Pola RTP Mahjong Ways

Peneliti STIP Mahjong Ways Analisis Arus Laut

Lucky Neko STIP Simulasi Probabilitas Kapal

Pola Turbo Taruna Bogor Mahjong Ways 92 Juta

Taruna Siti Pontianak Riset Wild Bandito 102 Juta

Taruna Wulan Semarang Scatter Hitam 112 Juta

Riset EJournal STIP Pola Raja Zeus Navigasi

Mahjong Wins3 Modul Kedisiplinan STIP

Wild Bandito Riset Taruna STIP Internasional

Taruna Ilham Palembang Pola Lucky Neko STIP

Taruna Aldi Bandung Scatter Hitam STIP

Gopay178 Riset STIP Pola Mahjong Wins3

Pola Lucky Neko Latihan Reaksi Cepat Maritim

Taruna Rehan Solo Simulasi Mahjong Ways 115 Juta

Taruna STIP Jakarta Mahjong Ways Gopay178

Gopay178 Penelitian Pola Scatter Hitam

Riset Pola Spin Janda Wild Bandito Fokus Taruna

Taruna Inces1000 STIP Probabilitas Arus

Taruna Lina Padang 98 Juta Metode Lucky Neko

Pola Spin Rahasia Mahjong Ways 2

Trik Spin Manual Gates of Olympus

Waktu Terbaik Scatter Hitam

Trik Spin Sweet Bonanza

Pola Spin Wild West Gold

Jam Hoki Mahjong Ways

Rahasia Spin Starlight Princess

Pola Spin Gates of Olympus X1000

Pola Spin Mahjong Ways 3

Waktu Terbaik Sugar Rush

Pola Spin Jigjag Mahjong Wins

Eko Samarinda Gates of Gatot Kaca

Pola Spin Stabil Mahjong Wins3

Dody Perbandingan Gaya Spin

Scatter Hitam Anti Banned

Pola Spin Gates of Olympus X5000

Fitur Turbo Gates of Olympus

Pola Spin Modal Kecil Mahjong Wins

Gaya Spin Efektif Semua Game

Reset Akun Mahjong Ways

Strategi Unik Tegal Pengusaha Es Batu Ubah Waktu Pendinginan Jadi Rumus Penjualan Paling Akurat

Mantan Honorer Kaya Temukan Kode Scatter Rahasia Kini Jadi Jutawan

Ibu Rumah Tangga Hasilkan Rp90 Juta dari Catatan Tanggal Penjualan Sederhana

Riset Pegubin Buktikan Pola Internet Naik Turun Berbanding Lurus dengan Omzet UMKM

Model Keuangan Ajaib Mahasiswi Akuntansi Mirip Pola Spin Digital

Jurnalis Muda Ungkap Hubungan Waktu Posting dan Peluang Transaksi Raksasa

Bahasa Baru UMKM Kepala Bidang Ekonomi Sebut Pola Scatter Kunci Sukses Modern

Laporan Rahasia 78 Persen UMKM Gunakan Strategi Rolling Tanpa Sadar

Ide Bisnis Gratis Pemilik Warung Kopi Dapat Cuan dari Log Data Terbengkalai

Cepat Kaya Diskominfo Rilis Aplikasi Deteksi Jam Cuan Berbasis Analisis Harian

Modal Tukang Parkir Semarang Catat Waktu Mobil Datang Dapat 70 Juta

Strategi Produksi Viral Pengusaha Snack Gunakan Pola Gopay178

Kisah Pegawai Malam Menemukan Waktu Hoki di Tumpukan File Audit

Terobosan AI Gopay178 Prediksi Jam Ramai Marketplace Lokal

Fenomena Digital Data UMKM Aktif Malam Hari Tumbuh 50%

Cerita Lucu Berakhir Cuan Pegawai Dinkop Salah Upload Data

Inovasi Gila Pegubin dari Jaringan WiFi ke Jaringan Bisnis

Fakta Unik Kudus UMKM Temukan Hubungan Musik Dangdut dan Omzet

Peluang Bisnis Barista Dapat Ide Usaha dari Chat Grup Gopay178

Lebih Akurat dari Ramalan Pengusaha Cilacap Klaim Pola Gopay178

cepdecantabria tukang las bongkar trik mahjong 3 maxwin wild power

rahasia mega scatter mahjong wins 3 cepdecantabria pola gacor naga hitam

master cepdecantabria trik bet all in gates of olympus formula jackpot

kisah petani garam madura cepdecantabria hujan scatter spin manual

cepdecantabria ungkap rtp pg soft server eksklusif sarjana sukses pola baru

juragan pempek heboh cepdecantabria jam hoki gates of olympus turbo efektif

cepdecantabria juru parkir viral metode sensasional mahjong wins maxwin

anak kos yogya cepat kaya panduan jitu cepdecantabria mahjong ways master

stop rugi cepdecantabria rtp wild bounty trik penambang emas maxwin

heboh komdis stip taruna jago mahjong cepdecantabria tren kemenangan

strategi menang konsisten 75juta gates of olympus kutaitimurkab

disertasi kunci menang 120juta mahjong wins 3 kutaitimurkab

prediksi menang mahjong wins 3 50juta data historis kutaitimurkab

pola wild power jackpot 88juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

rahasia bet all in 90juta mahjong ways 1 metode kutaitimurkab

algoritma wild bounty teknik menang 150juta mahasiswa kutaitimurkab

jurnal scatter hitam jackpot 99juta pragmatic play kutaitimurkab

strategi menang 65juta gates of olympus mahasiswa itb kutaitimurkab

rtp menang cepat 110juta mahjong ways 1 vs 3 kutaitimurkab

pola distribusi scatter menang 105juta mahjong ways 3 kutaitimurkab

mahasiswa stmikkomputama god hand gates olympus dana studi 75 juta

dosen stmikkomputama rahasia pola algoritma mahjong ways 3 jackpot

alumni stmikkomputama tukang service workshop mewah scatter hitam

stmikkomputama komite disiplin prestasi coding mahjong wins skripsi

mahasiswa stmikkomputama tingkat akhir naga hitam mahjong kesabaran

rahasia banjir scatter alumni stmikkomputama ayah 2 anak 65 juta

direktur stmikkomputama jackpot puluhan juta trik pola mahjong ways

penjual pulsa stmikkomputama sukses gates olympus logika pemrograman

mahjong wins 3 pragmatic teknik jitu lulusan stmikkomputama jackpot

cara singkat jackpot rtp pg soft 10 jurus rahasia stmikkomputama

komputama algoritma scatter hitam jackpot 99 juta

disertasi dosen komputama probabilitas menang mahjong wins 3

wild power jackpot 88 juta pola mahjong ways 3 dosen mtk komputama

tim riset komputama studi pola scatter mahjong ways 3 105 juta

strategi eksponensial gates of olympus kuliah komputama 75 juta

metodologi komputama rahasia bet all in mahjong ways 1 90 juta

mahasiswa komputama teknik menang 150 juta wild power wild bounty

model prediksi komputama data historis menang 50 juta mahjong wins 3

analisis komparatif rtp komputama menang cepat mahjong ways 1 vs 3

topik hangat mahasiswa itb komputama strategi menang gates of olympus

strategi scatter hitam geothermal itmnganjuk maxwin pembangunan

mahjong ways 3 konservasi mangrove itmnganjuk dana csr triliun

pola kemenangan beruntun jalur logistik cpo itmnganjuk bisnis ekspor

analisis mahjong ways 3 kenaikan wisatawan itmnganjuk pantai beras basah

pemkab implementasi full power wild kebun sawit rakyat panen maxwin

gerakan anti rungkad inspirasi umkm itmnganjuk omzet melonjak drastis

dprd terkejut upgrade scatter hitam percepat infrastruktur pedalaman

mahjong ways 3 ukur indeks kebahagiaan masyarakat itmnganjuk maxwin

misteri big win frekuensi kemenangan jam padat aktivitas tambang

mahasiswa itmnganjuk beasiswa jepang penelitian free spin irigasi

mahjong ways 3 tracon wild spin 1000 persen

pola reel gacor mahjong ways 2 tracon 2025

strategi tracon mahjong ways 3 wild energy digital

bocor pola mahjong wins 3 tracon trik wild

gertakan sempurna tracon mahjong ways 3 max win

tracon exclusive trik mahjong ways 3 lamine yamal

fenomena baru strategi wild spin tracon mw3

perbandingan mahjong ways 2 vs 3 gacor tracon 2025

makna wild spirit mahjong ways 3 strategi tracon

strategi tracon taruhan maksimal mahjong ways 3