Dreymir um að auðga teiknimyndaflóruna

[container] Teiknaða stuttmyndin Wounded vann til verðlauna sem besta írska stuttmyndin gerð af nemendum á teiknimyndahátíðinni í Dublin fyrr í mánuðinum. Einn höfunda hennar er hin íslenska Helga Kristjana Bjarnadóttir. Myndin segir frá hermanni úr síðari heimstyrjöldinni sem þjáist af áfallastreituröskun og endurlifir atburði stríðsins. Hún var lokaverkefni Helgu og tveggja samnemenda hennar til BA prófs í teiknimyndagerð frá Irish School of Animation í Dublin.

Helga cartoon

Helga Kristjana Bjarnadóttir og Rory Conway, samnemandi hennar við Irish School of Animation og vinnufélagi hjá Cartoon Saloon.

En hvernig stóð á því að Helga ákvað að læra teiknimyndagerð? „Ég hef alltaf haft gaman af að teikna en þegar ég var yngri sá ég ekki fyrir mér að ég gæti einhvern tímann unnið við það. Ég hélt að þetta yrði bara hobbý með einhverju „alvöru“ starfi. En svo þegar ég var 16-17 ára áttaði ég mig á því að það að búa til teiknimyndir væri einmitt alvöru starf! Síðan hefur ekkert annað komið til greina.“ Eftir stúdentspróf af náttúrufræðibraut Menntaskólans við Sund fór Helga í fornám í Myndlistarskólanum í Reykjavík, sem hún ber góða sögu. Á meðan á náminu stóð sá hún að myndlist og hönnun væri ekki fyrir hana, heldur sannfærðist enn frekar um að teiknmyndagerðin væri hennar framtíðarvettvangur. „Ég held að ég sé mest heilluð af því hversu margar listgreinar sameinast í teiknimyndagerðinni. Myndlist, tónlist, kvikmyndafræði, hönnun, frásagnarlist og fleira,“ segir Helga. „List getur verið skilgreind sem eitthvað sem vekur hughrif hjá áhorfandanum, tjáir einhverjar hugmyndir eða sögu, eða bara eitthvað fallegt. Teiknimyndir gera allt þetta og meira, þar sem þær geta verið allt frá risastóru markaðsfyrirbærunum Disney og Dreamworks og yfir í tilraunakennd einstaklingsverkefni.“

Helga byrjaði í diplómanámi haustið 2010 og hélt svo áfram náminu þar á BA stigi. Hún segir að diplómanámið hafi falist í að þjálfa nemendurna í teiknimyndagerð. „Við lærðum að teikna hreyfimyndir ramma fyrir ramma á pappír og að nota tölvur til að skapa persónur og hreyfa þær.“ Nemendur sóttu einnig tíma í handritsgerð, myndmáli, kvikmyndafræði og módelteikningu. Helga segir mikla áherslu lagða á teiknikunnáttu og tæknilega getu. „Í BA náminu fengum við tækifæri til að nýta þá hæfni sem við höfðum byggt upp í diplómanáminu. Við þurftum að gera okkar eigin stuttu teiknimyndir, ýmist í hóp eða sem einstaklingar, og gera allt sjálf frá grunni. Við þurftum að skrifa handritið, hanna útlit myndarinnar, teikna bakgrunna og persónur og setja allt saman og ganga frá verkefninu.“ Helga segir þetta hafa verið góða og lærdómsríka reynslu. „Við að vinna þessar myndir fundum við flest okkar hillu í framleiðsluferlinu og náðum að sérhæfa okkur að einhverju leyti.“

Helga vann lokaverðlaunamyndina Wounded með þeim Gavin Fullerton og Julie Rush og segir þau hafa skipt á milli sín verkum eftir áhugasviði og getu. „Ég stýrði framleiðslunni, sá um skipulagningu, að allt yrði tilbúið á réttum tíma og að öll gögn væri á réttum stað. Ég teiknaði líka megnið af bakgrunnunum og sá um myndblöndun, en í því felst að setja saman bakgrunna og persónur og klippa allt saman.“

Þótt náminu sé lokið er Helga enn á Írlandi og ekki á leiðinni heim alveg í bráð. Frá því í ágúst hefur hún verið í starfsþjálfun hjá Cartoon Saloon í Kilkenny. Fyrirtækið er vel þekkt í teiknimyndaheiminum og gerði meðal annars myndina Secret of Kells (2009) sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin í fullri lengd. Helga segir Cartoon Saloon vera þekkt fyrir að sækja innblástur í írskan menningararf og fyrir fallega útlitshönnun. Nýjasta mynd þeirra Song of the Sea var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í september síðastliðnum. Myndin byggir á goðsögnum um „selkies“, sem við Íslendingar þekkjum úr sögunni um konuna í selshamnum. Verkefni Helgu í starfsþjálfuninni felst hins vegar í vinnu við sjónvarpsþáttaröðina Puffin Rock. „Þetta er krúttleg þáttaröð ætluð börnum á aldrinum 3-7 ára og fjallar um litla lunda og dýravini þeirra,“ segir Helga. „Ég vinn við myndblöndunina, geri allar myndavélahreyfingar og sinni alls konar tilfallandi verkefnum eins og laga liti, setja inn rigningu eða þoku, öldur í sjóinn og margt, margt fleira.“

Hvað tekur svo við þegar starfsþjálfuninni lýkur? „Starfsþjálfunin er þrír mánuðir og ég á að klára snemma í nóvember. En ég er svo heppin að það er búið að bjóða mér vinnu í stúdíóinu eftir að ég klára starfsþjálfunina, svo ég verð þar í nokkra mánuði í viðbót,“ segir Helga glöð í bragði. „Eftir það sé ég til hvort ég fæ áframhaldandi starf þar eða leita mér að einhverju nýju. Ég hef ekki áhuga á að fara í frekara nám akkúrat núna. Ég mun kannski íhuga það eftir nokkur ár.“

Í lokin var Helga spurð hver væri uppáhalds teiknimyndin hennar eða teiknimyndafyrirtækið. „Úff… þetta er rosalega erfið spurning. Ég ætla að svindla og velja nokkrar! Paranorman frá Laika, Lilo & Stitch frá Disney, Princess Mononoke frá Studio Ghibli og Song of the Sea frá Cartoon Saloon.“

Það verður spennandi að fylgjast með þessari ungu listakonu, sem dreymir um að gera teiknimyndaflóruna fjölbreyttari með fallegum myndum um allskonar fólk. „Mig langar að segja sögur um fólk sem sést ekki oft í aðalhlutverkum, til dæmis hinsegin fólk, þá sem eru ekki hvítir, fatlaða og fólk sem sem tilheyrir mismunandi minnihlutahópum.“

 María Stefánsdóttir, meistaranemi í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712