Þáþrá og þá-þrái: Hugleiðing um Óskalög þjóðarinnar

[container] „Oooooog klappa svoooo krakkar! Nú á allt að verða vitlaust!“ Kvikur, grannur og tóbaksgulur leikstjórinn stekkur um gólf og gætir þess að allir séu vel með á nótunum. Og umfram allt hressir. „Aftur! Við þurfum taka þetta aftur, krakkar! Og svo fá allir bjór og pítsu fyrir frammistöðuna!“ Ja, hvur þremillinn. Ég var greinilega ekki alveg stödd á þeim notalegu tónleikum sem ég taldi mig vera að fara á.

Tónleikarnir Óskalög þjóðarinnar reyndust sem sagt, eftir allt saman, ekki vera tónleikaröð sem taka átti upp og sýna svo í sjónvarpinu (eins og auglýsing á midi.is gaf til kynna), heldur var um að ræða hreina og klára sjónvarpsupptöku fyrir tónlistarþátt, tvo reyndar. Þetta var flókin pródúksjón, sem gekk í alla staði vel og ekki var óáhugavert að fá að fylgjast með. En sannarlega voru þetta hvorki tónleikar né heldur fullburða sjónvarpsþáttur til að rýna í.

oskalog2

Á settinu gafst hins vegar ágætt ráðrúm til að hugleiða nostalgíu eða þáþrá eins og nostalgían hefur verið þýdd á íslensku. Konsept Óskalaga þjóðarinnar snýst nefnilega um alíslenska fortíðarþrá. Fyrst var hlustendum Ríkisútvarpsins boðið að taka þátt í vefkosningu og velja uppáhalds dægurlögin sín, íslensk dægurlög frá síðari hluta 20. aldarinnar. Aðeins komu til greina lög samin af íslenskum tónskáldum. Tónlistarstjórinn Jón Ólafsson valdi unga (í langflestum tilfellum) söngvara til að syngja kosin lög í „splunkunýjum útsetningum“ með stuðningi lipurrar og fagmannlegrar húshljómsveitar. Inn í sjónvarpsþættina verður síðan fléttað skemmtilegum, gömlum myndskeiðum úr sögu lýðveldisins svo úr verður laglegasti fortíðarpakki.

Nostalgía hefur átt mjög upp á pallborðið í íslensku tónlistarlífi síðastliðin ár og falla Óskalögin prýðilega inn í þau býsn af ellismellum sem út hafa komið í boði Íslandsrómantíkur eftirhrunsáranna. Þáþráin gerði reyndar þegar vart við sig árið 2002 með óði Guðrúnar Gunnarsdóttur til Ellýjar en flóðalda fortíðarþrár skall fyrst á af fullum þunga eftir hrun með metsöluplötunni Oft spurði ég mömmu með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni (2008). Árið eftir kom svo Á ljúflingshól út með Sigríði Thorlacius og Heiðurspiltum. Áður en Íslendingur gat snúið sér við var Helgi Björns búinn að gefa út lög Hauks Mortens og tónlistarfólk hefur keppst við undanfarin ár að halda misgóða tónleika með gömlum, íslenskum lögum. Haukur, Ellý, Raggi Bjarna, Hljómsveit Ingimars Eydal og fleiri stjörnur íslenskrar dægurlagasögu eftirstríðsáranna hafa auk þess verið endurútgefnar í vönduðum og veglegum geisladiskasöfnum.

Það vantar augljóslega ekki eftirspurnina eftir tónlist fortíðarinnar og freistandi er að tengja þessa blússandi þáþrá við óöryggi fólks á umbrotatímum. Tengja hana við efnahagshrun, glatað sparifé og atvinnuleysi, fólk sem skyndilega fór að taka slátur í stórum stíl og prjóna lopapeysur í akkorði. Íslenska hönnuði sem fóru skyndilega að sækja sér efnivið í gamalt, innlent handverk. Rótgróinn stjórnmálaflokk sem fékk fylgisaukningu í nafni „gömlu gildanna“ (sem þó var ekki alveg ljóst hver voru nákvæmlega). Fortíðin hefur reyndar orðið að söluvöru um allan hinn vestræna heim á síðustu árum og var orðin það nokkru fyrir efnahagshrunið 2008. Í fortíðinni felast verðmæti sem glatast hratt í stafrænu nútímasamfélagi og sem þarf að varðveita. Fjárfesting í fortíð eða því sem virðist vera fortíð er fjárfesting í rótum sem öllum eru nauðsynlegar en sem hafa dálítið glatast í allri hnattvæðingunni.

Hinar rómantísku endurútgáfur á íslenskri tónlist hafa mestmegnis verið afar trúar upprunanum og má velta því fyrir sér í hve miklum mæli listrænn metnaður sé fyrir hendi í slíkri endurvinnslu eða hvort hreinlega sé bara þá-þráabragð af öllu saman. Stundum er áreiðanlega bara lagt upp með að gefa út efni sem vitað er að á eftir að falla mörgum í geð og seljast vel. Óskalögin falla sannarlega í hóp þessara útgáfa, því þvert á loforð um splunkunýjar útsetningar þá reyndust þær langflestar býsna nálægt upprunanum og bættu litlu við gömlu útgáfurnar. Sigga Eyrún söng Manstu gamla daga í kunnuglegri svíng-útsetningu, Lay Low tók Litlu fluguna í látlausri en kántrískotinni útgáfu og Valdimar Guðmundsson flutti Bláu augun þín í upprunalegri útsetningu Gunnars Þórðarsonar.

Í tveimur tilfellum var reynt að klæða lögin í örlítið breyttan búning: Ágústa Eva Erlendsdóttir flutti Sjómannavalsinn í drungalegri útgáfu sem var dálítið spennandi og Björn Jörundur tók rokkaða útgáfu af Ó borg mín borg. Sú tilraun gekk reyndar ekki upp, fyrst og fremst vegna þess að Björn virtist ekki vera í formi þetta kvöld. En það var þó að minnsta kosti tilraun. Söngvararnir áttu misgóða spretti, margt var vel gert þetta kvöld og eftirminnilegur var rífandi kraftmikill flutningur Agnesar Bjarkar Andradóttur úr Sykri á Dimmum rósum. Hljómsveitin var þrusugóð og Jón Ólafsson fór á kostum sem kynnir.

Og smátt og smátt hrökk þáþráin í gír. Ég ætla nefnilega ekkert að þræta fyrir það að vera dálítið þáþrársjúk kona sjálf, hleyp í mínum vintage-kjól til að hækka í útvarpinu þegar Ellý er spiluð og dreymir gúllasið og kartöflumúsina hennar ömmu á nóttunni. Kannski er bara allt í lagi að næra íhaldssemina í sér stundum og fyllast þeirri jarðbundnu sælu sem vanafestan ein getur veitt. Poppmúsík nútímans er orðin svo einber taktur flæktur í þéttriðnu útsetninganeti að það getur verið sannkölluð sæla fólgin í því að leyfa gömlum og góðum laglínum að leika um eyrun inn á milli. Frekar gamalt og gott heldur en nýtt og vont, eða hvað?

Þið getið síðan sjálf séð og heyrt Óskalög þjóðarinnar, sem hófust í Ríkissjónvarpinu laugardagskvöldið 18. október síðastliðinn. Um létta og skemmtilega, vandaða og snotra nostalgíska sjónvarpsþætti er að ræða – þótt þeir hafi vissulega lítið nýtt fram að færa. Í hverjum þætti er svo kosið milli laga uns að lokum eitt lag stendur uppi sem sigurvegari, sjálft Óskalag þjóðarinnar. Sem getur þá bæst í Íslandskanónuna með blómi þjóðarinnar, fugli þjóðarinnar og fallegasta orði íslenskrar tungu. Þá vitum við örugglega öll hvenær við eigum að hækka sérstaklega mikið í útvarpinu.

Sigríður Ásta Árnadóttir, meistaranemi í Hagnýtri ritstjórn og útgáfu.

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712