Rýni: Listamaður á gráu svæði

[container] „Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?“ spyr skáldið Jóhann Jónsson í kvæði sínu Söknuði og vísar þar til mikilvægi litanna í lífi okkar.

Misjafnt er hvað fólk leggur mikla merkingu í liti en flestir sjá og upplifa liti á persónulegan hátt. Af einhverjum ástæðum virðast þó flestir, eða um 90% jarðarbúa, eiga það sameiginlegt að upplifa gráa litinn á svipaðan hátt og tengja hann neikvæðum tilfinningum svo sem sorg, þunglyndi, leiða og reiði. Eins má benda á þá staðreynd að flest orðasambönd sem innihalda orðið grár hafa neikvæða merkingu, sbr. grámóskulegt veður, að vera grár og gugginn, að vera á gráu svæði og svo mætti lengi telja. Áhrif lita á tilfinningalíf fólks er rannsóknarefni út af fyrir sig enda eru ekki allir á sama máli hvort tilfinningar sem litir vekja tengist lærðri hegðun eða séu hluti af eðlisávísun mannsins.

Hið neikvæða viðhorf til gráa litarins er viðfangsefni listamannsins Curvers Thoroddsen (f.1976) í vídeógjörningi sínum Gráskali sem opnaði í Galleríi Þoku laugardaginn 20. september, en þar fæst hann við tilbrigði gráskalans á persónulegan og afhjúpandi hátt.

Curver útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og lauk MFA námi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Curver er þekktastur fyrir að fást við það sem kallað er sjálfsævisöguleg listsköpun; þegar listamaðurinn gerir lífstíl eða ákveðnar athafnir sínar að inntaki listsköpunarinnar. Curver hefur í mörgum verka sinna skrásett líf sitt með aðstoð fjölmiðla, og má þar nefna verkið Íbúðin frá árinu 2004 en þar notaði listamaðurinn tækifærið og tók íbúðina sína í gegn fyrir opnum tjöldum. Þremur árum síðar hélt hann skransölu í anddyri Listasafns Íslands árið 2007 til þess að fjármagna framhaldsnám sitt í Bandaríkjunum.

graskali2Í nýjasta verki sínu Gráskali beinir listamaðurinn aftur sjónum að hversdagslegum athöfnum fólks og í þessu tilfelli þeirri athöfn að klæða sig í og úr. Gráskali er vídeógjörningur sem tekinn var upp í galleríinu í einni samfelldri lotu og felst í endurtekningu á þeirri athöfn að klæða sig í og úr fötum í ólíkum tónum gráskalans, eða allt frá hvítu til svarts. Við fyrstu sýn virðist verkið frekar grámyglulegt og litlaust á að líta, þó svo að gjörningurinn sé í lit. Það eina sem gefur til kynna að verkið sé í lit er nakinn líkami listamannsins sem hann afhjúpar inn á milli þess sem hann klæðir sig í og úr. Nakinn líkaminn, sem er einskonar miðpunktur í verkinu eða skiptistöð milli ólíkra tóna gráskalans, framkallar spennu og eftirvæntingu áhorfandans og myndar mótvægi við hinn yfirvegaða og skynsama eiginleika sem grái liturinn framkallar. En þrátt fyrir að nektin skipti ekki sköpum fyrir listgildi verksins má þó segja að nektin brjóti upp hinn gráa lit hversdagsleikans og gefi verkinu lit.

Curver er sannfærður um að grái liturinn eigi skilið jákvæðari viðbrögð, eða eins og hann orðaði það sjálfur í viðtali við Víðsjá: „Það eitt að grár sé minnst spennandi liturinn, gerir hann spennandi fyrir vikið“. Curver bendir á að grái liturinn er staðsettur milli hvítasta hvíts og svartasta svarts, en er samt litleysa og því litur hlutleysis en jafnframt litur óendanlegra möguleika enda er talið að mannsaugað geti greint allt að 500 gráa litatóna. Með verkinu vill listamaðurinn gera gráa litnum hærra undir höfði og bendir á að hver litatónn í hinum gráleita veruleika sé aðeins krydd í tilveruna. Curver tekst því að koma til skila að lífið er ekki svart og hvítt, heldur allir litirnir eða litleysurnar þar á milli.

                                                                                                 Vigdís Rún Jónsdóttir,
meistaranemi í listfræði

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712