Hnattrænt og staðbundið

[container]

kvennaradstefna
Lokaumræður/pallborð ráðstefnunnar þar sem þátt tóku Julie Carlier frá Belgíu, Shirin Akhtar frá Bangladesh og Marianna Muravyeva frá Rússlandi. Stjórnandi var Karen Offen frá Bandaríkjunum.

„Hið hnattræna er ekki til sem eitthvað óhlutbundið heldur er það fjöldi staðbundinna sagna (histories).” Einhvern veginn á þessa leið komst sagnfræðingurinn Jacqueline van Gent að orði í lykilfyrirlestri sínum á alþjóðaráðstefnu International Federation for Research in Women’s History og Women’s History Network (í Bretlandi) sem haldin var við Hallam University í Sheffield 29. ágúst til 1. september síðastliðinn. Þessi orð virkuðu næstum frelsandi í eyrum sagnfræðings sem hafði daginn áður flutt fyrirlestur um það að skrifa sögu konu „af jaðrinum” inn í kenninga- og frásagnaramma kvenna- og kynjasögunnar sem byggjast að verulegu leyti á sögu, reynslu og rannsóknum frá Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Nú er reyndar í auknum mæli kallað eftir fjölbreyttari frásögnum og sögum af lífum kvenna frá svokölluðum „jaðarsvæðum“ innan Evrópu en hvort þær verða jafngildar þeim sem nú eru ríkjandi á eftir að koma í ljós.

Yfirskrift ráðstefnunnar var einmitt ‘Women’s Histories: The Local and the Global’ þar sem m.a. voru skoðuð tengsl hins staðbundna (local) og hins hnattræna (global) og hvaða áhrif sjónarhorn og kenningarammar alþjóðlegra (international, global, transnational) strauma í sögu hefðu á kenningaramma hinnar staðbundnu þjóðlegu sögu. Kvenna- og kynjasögu auðvitað.

Tvenndarhugtök á borð við þjóðlegt/alþjóðlegt, staðbundið/hnattrænt, heimsveldi/nýlenda, fela óhjákvæmilega í sér stigveldi þar sem annað hugtakið verður æðra hinu. Sumir fyrirlesarar tókust á við þetta, líkt og van Gent og belgíski sagnfræðingurinn Julie Carlier í lokapallborði ráðstefnunnar. Carlier taldi að ekki ætti að líta svo á að þjóðarsaga og alþjóðleg saga væru ósamkvæmar. Þvert á móti gætu þær ekki hvor án annarrar verið og auðguðu hvor aðra og tók undir með orðum Gent sem vísað var til hér í upphafi. Þjóðarsaga versus alþjóðleg saga er svolítið viðkvæmt mál fyrir okkur sagnfræðinga því enginn vill vera heimóttarlegur og skoða bara sína eigin sögu án nokkurs tillits til umheimsins eða erlendra rannsóknarstrauma. Að þessu leyti erum við ef til vill enn hrædd við arfleifð 19. aldar þegar karlar í hvítum sloppum gerðu sagnfræði að vísindagrein og hún oftar en ekki notuð í pólitískum (og/eða annarlegum) tilgangi við uppbyggingu þjóðríkja og mótun eða styrkingu sjálfsmynda þjóða. Og er enn.

En málið er að þessi alþjóðlega saga, stórsagan, kenningaramminn, þekkingarfræðin og frásagnarhefðin sem hún hvílir á, er oft takmörkuð vegna þess að hún byggir á sjónarhorni ráðandi landa/heimsvelda/sagnfræðinga. Og hvað þýðir það að leggja stund á alþjóðlega sögu eða samanburðar sögu? Felst það í því að beita alþjóðlegum kenningarrömmum og aðferðum? Er málið að leita heimilda í skjalasöfnum í a.m.k. tveimur þjóðlöndum? Eða þarf viðfangsefnið (einstaklingurinn, efnið) að hafa bein tengls við ‘útlönd’? Vegna þessa spyrja sagnfærðingar í auknum mæli um frekari skilgreiningar á því hvað átt sé við með hugtökunum staðbundið og hnattrænt. Það verður að greina þessi sögulegu hugtök og átta sig á merkingu þeirra í tíma og rúmi, sagði Carlier og margir fleiri á þessari ráðstefnu. Rétt eins og Joan W. Scott hélt fram fyrir nokkrum áratugum þegar hún setti kyngervishugtakið fram sem greiningarhugtak. Carlier hélt í erindi sínu á lofti greiningarhugtakinu historie croisée eða ‘entangled history’ sem hefur notið vaxandi vinsælda síðustu ár í stað hefðbundinna samanburðarannsókna og yfirfærslurannsókna (transfer history). Kannski mætti kalla þetta víxlsögu (takk Irma Erlingsdóttir!) af því  historie croisée snýst um samtvinnun (intersection) ýmissa þátta og nær að margra mati betur yfir þau öfl og hreyfingar sem eiga sér stað þvert á mörk og mæri jafnframt því að taka tillit til stöðu fræðimannsins sjálfs í rannsókn sinni og þess hvernig hann er mótaður af rannsóknarhefð síns lands, fræðasviðs o.s.frv. Þarna fór því fram afar gagnleg umræða um hinar ýmsu myndir sagnfræðinnar, erfiðleikana við að færa kenningaramma milli landa og heimsálfa, svo ekki sé talað um tungumálið sem er eilíf hindrun fyrir þá fræðimenn sem ekki tala og skrifa ensku reiprennandi (dilemmuna um það hvort birta eigi rannsóknarniðurstöður í heimalandinu eða í ‘virtu ritrýndu alþjóðlegu tímariti’!).

Í áðurnefndum lykilfyrirlestri sínum ræddi Jacqueline van Gent um trúboð Mórava (Moravians), sem náði um heim allan, og leit sína að röddum þeirra innfæddu kvenna sem Móravóarnir tóku með sér heim til Þýskalands (eða annarra landa). Í þessum fyrirlestri kom Grænland við sögu, þar voru Móravar árið 1773 muni ég rétt, og turnuðu og tóku með sér grænlenskar konur. Ég minnist þess ekki að hafa áður á kvennasöguráðstefnu (ekki heldur þeim norrænu) heyrt minnst á Grænland, hvað þá grænlenskar (inúíta) konur, í fyrirlestri. Sem segir líklega eitthvað um jaðarsettar þjóðir/lönd í alþjóðasagnfræði.

Lykilfyrirlesarar voru auk van Gent einn þekktasti sagnfræðingur Bretlands, Catherine Hall, sem ásamt Leonore Davidoff skrifaði bókina Family Fortunes (1987), grundvallarrit í kvennasögu, en hefur síðan þá skrifað nokkrar bækur og fjölda greina um breska heimsveldið út frá kyngervi og hugmyndum um þegnrétt. Nú fæst Hall við afar spennandi rannsókn á þrælahaldi Breta eða öllu heldur arfleifð þrælahaldsins út frá kynjasjónarhorni. Konur voru nefnilega nokkuð margar í hópi þrælaeigenda og voru 41% þeirra sem gerðu kröfu um bætur frá breska ríkinu þegar þrælahald var aflagt. Breska ríkið greiddi sem sagt umtalsverða upphæð í bætur fyrir þann missi sem þrælaeigendur urðu fyrir – að mega ekki lengur eiga fólk – og meðal þess sem Hall og rannsóknarhópur hennar skoðar er hvert þessir fjármunir runnu. Með öðrum orðum, að hvaða leyti fjármögnuðu þrælahaldsbæturnar ýmislegt sem tengist iðnbyltingunni og listum og menningu í Bretlandi? Á þann hátt hyggst hún skrifa þrælahaldið aftur inn í breska sögu, en þaðan hafði þessum hluta þess verið ýtt til hliðar sem einhverju óþægilegu.

Jafnframt hélt Mrinalini Sinha (indversk en prófessor í Bandaríkjunum) áhrifamikinn og ögrandi fyrirlestur um mikilvægt tímabil (‘the long twenties’) í indverskri sögu þar sem hún dró í efa viðtekna söguskoðun á sjálfstæðisbaráttu Indverja og um leið viðteknar (vestrænar) hugmyndir um myndun þjóðríkis.

Þarna var auðvitað fjöldinn allur af fyrirlestrum í málstofum þar sem fjallað var um félagssögu kvenna og kyngervis í opinbera rýminu (eiginlega um það hvernig saga kvenna tengdist tilteknum svæðum, húsum o.s.frv.), ferðamennsku á nítjándu öld, ástralskar lesbíur í London um 1970, trúboðshreyfingar og hjálparstarf, hjónabönd í Skotlandi, saumakonur í París og New York, kvenrithöfunda víðsvegar um heiminn, kvennahreyfinguna, kvennasögu á tímum stafrænnar sögu, gullgrafarabæi í Ástralíu og súkkulaðiverksmiðju í Tasmaníu, svo fátt eitt sé nefnt.

Útgáfurisarnir Palgrave, Routledge og Manchester University Press voru með útsendara á höttunum eftir spennandi rannsóknum til útgáfu og sölubása fulla af nýjum bókum á sviði kvenna- og kynjasögu. Yfirlitsrit ýmis konar og sértækari rannsóknir hinsegin sögu, karlmennskurannsóknir, hermafródítur, mæður á áratugunum eftir seinna stríð, konur á miðöldum, María Skotadrottning, nauðganir í stríðum, karlar í stríði o.s.frv. Mig langaði næstum að gera lista og senda heim til sagnfræðinganna sem kenna við háskólana og gætu hvatt stúdentana sína til þess að ráðast í hliðstæð verkefni á því stóra og ókannaða landsvæði sem kynjasagan er á Íslandi. Og einmitt þess vegna var svolítið dapurlegt, mitt í þessu innspírerandi landslagi, fyrirlestrum og samræðum, að vera nýbúin að fá bréf frá Danmörku þess efnis að kvenna- og kynjasögufræðingarnir þar gætu því miður ekki haldið ellefta norræna kvenna- og kynjasöguþingið sem þar átti að halda 2015. Enginn reynist hafa tíma til að sinna því og þar að auki er áhuginn takmarkaður virðist vera. Sumum finnst ekki þörf á þessum þingum lengur. Þetta kemur kannski ekki á óvart því á tíunda norræna kvennasöguþinginu sem haldið var í Bergen á sl. ári var þessi tónn sleginn hjá Dönum. Þá sagði einn þekktasti (kvenna)sögufræðingurinn þeirra að hún væri eiginlega komin heim aftur, bara farin að ‘gera sagnfræði’.

Við ræddum þetta yfir kaffibollum og rauðvínsglösum norrænu sagnfræðingarnir sem þarna voru (enginn Dani þó) og fannst ótímabært að lýsa yfir andláti kvennasöguþinganna. Vera má að þeim þurfi að breyta á einhvern hátt en við teljum að enn sé þörf á sérstökum þingum þar sem rannsóknir á þessu sviði eru til umfjöllunar eingöngu. Rétt eins og sagnfræðingar á sviði miðalda, hagsögu, félagssögu, kaldastríðssögu o.s.frv. halda sín eigin þing. Kannski er þetta hluti af því bakslagi sem skynja má víða – margir, og ekki síst konur, eru ragir við að kenna sig við femínískar rannsóknir af því þau hræðast stimpla þeirra sem telja sig geta fullyrt að sannleikann sé að finna á öðrum fræðasviðum, eða bara í eigin hugmyndum.

Það er því við hæfi að enda á því sem Catherine Hall skrifaði fyrir mörgum mörgum árum og ítrekaði í lykilfyrirlestri sínum: Að kyngervi væri lykilmöndull valds í samfélaginu; það mótar og er mótað af samfélaginu – og til að skilja samfélagsgerðina verðum við að rannsaka kynjakerfið.

 

Erla Hulda Halldórsdóttir,
sagnfræðingur og gestafræðimaður við Edinborgarháskóla

[/container]


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

content-2511

Mix Parlay


yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

Togel Online Resmi

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

news

slot mahjong ways

judi bola online

yakinjp

yakinjp

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2106

2107

2108

2109

2110

2111

2112

2113

2114

2115

2116

2117

2118

2119

2120

2121

2122

2123

2124

2125

2196

2197

2198

2199

2200

2201

2202

2203

2204

2205

1141

1142

1143

1144

1145

2011

2012

2013

2014

2015

2096

2097

2098

2099

2100

2101

2102

2103

2104

2105

2126

2127

2128

2129

2130

2131

2132

2133

2134

2135

2206

2207

2208

2209

2210

2211

2212

2213

2214

2215

1154

1155

2016

2017

2018

2019

2020

2021

2022

2023

2024

2025

2086

2087

2088

2089

2090

2091

2092

2093

2094

2095

2136

2137

2138

2139

2140

2141

2142

2143

2144

2145

2216

2217

2218

2219

2220

2221

2222

2223

2224

2225

2026

2027

2028

2029

2030

2031

2032

2033

2034

2035

2076

2077

2078

2079

2080

2081

2082

2083

2084

2085

2146

2147

2148

2149

2150

2151

2152

2153

2154

2155

2226

2227

2228

2229

2230

2231

2232

2233

2234

2235

2036

2037

2038

2039

2040

2041

2042

2043

2044

2045

2066

2067

2068

2069

2070

2071

2072

2073

2074

2075

2166

2167

2168

2169

2170

2171

2172

2173

2174

2175

2236

2237

2238

2239

2240

2241

2242

2243

2244

2245

2046

2047

2048

2049

2050

2051

2052

2053

2054

2055

2156

2157

2158

2159

2160

2161

2162

2163

2164

2165

2246

2247

2248

2249

2250

2251

2252

2253

2254

2255

2176

2177

2178

2179

2180

2181

2182

2183

2184

2185

2186

2187

2188

2189

2190

2191

2192

2193

2194

2195

content-2511
news-2511

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

2001

2002

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2106

2107

2108

2109

2110

2111

2112

2113

2114

2115

2116

2117

2118

2119

2120

2121

2122

2123

2124

2125

2196

2197

2198

2199

2200

2201

2202

2203

2204

2205

1141

1142

1143

1144

1145

2011

2012

2013

2014

2015

2096

2097

2098

2099

2100

2101

2102

2103

2104

2105

2126

2127

2128

2129

2130

2131

2132

2133

2134

2135

2206

2207

2208

2209

2210

2211

2212

2213

2214

2215

1154

1155

2016

2017

2018

2019

2020

2021

2022

2023

2024

2025

2086

2087

2088

2089

2090

2091

2092

2093

2094

2095

2136

2137

2138

2139

2140

2141

2142

2143

2144

2145

2216

2217

2218

2219

2220

2221

2222

2223

2224

2225

2026

2027

2028

2029

2030

2031

2032

2033

2034

2035

2076

2077

2078

2079

2080

2081

2082

2083

2084

2085

2146

2147

2148

2149

2150

2151

2152

2153

2154

2155

2226

2227

2228

2229

2230

2231

2232

2233

2234

2235

2036

2037

2038

2039

2040

2041

2042

2043

2044

2045

2066

2067

2068

2069

2070

2071

2072

2073

2074

2075

2166

2167

2168

2169

2170

2171

2172

2173

2174

2175

2236

2237

2238

2239

2240

2241

2242

2243

2244

2245

2046

2047

2048

2049

2050

2051

2052

2053

2054

2055

2156

2157

2158

2159

2160

2161

2162

2163

2164

2165

2246

2247

2248

2249

2250

2251

2252

2253

2254

2255

2176

2177

2178

2179

2180

2181

2182

2183

2184

2185

2186

2187

2188

2189

2190

2191

2192

2193

2194

2195

news-2511