Um höfundinn
Hjalti Hugason

Hjalti Hugason

Hjalti Hugason er prófessor í kirkjusögu við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á ýmsum sviðum íslenskrar kirkjusögu og kirkjuréttar en auk þess ritað um trú, samfélag og menningu á ýmsum vettvangi. Sjá nánar

Dulræn eða yfirskilvitleg fyrirbæri njóta mikillar tiltrúar hér á landi. Þau eru snar þáttur í heimsmynd margra okkar á meðal og móta á stundum athafnir okkar og ákvarðanir jafnvel í hagnýtum efnum. Öll þekkjum við t.a.m. sagnir af því að vegarstæðum hafi verið breytt vegna tilmæla úr huldum heimi. Sumar þessara sagna munu vera sannar. Raunar ber að gleðjast yfir því. Á þennan hátt hefur ýmsum náttúruminjum verið hlíft sem ella hefðu horfið. Þá er algengt að fólk telji sig hafa orðið vart við látna einstaklinga með einhverjum þeim hætti að ekki verið dregið í efa.

Í könnun sem gerð var á 8. áratug liðinnar aldar töldu 70% kvenna og rúmur helmingur karla sem þátt tóku að þau hefðu orðið fyrir einhverri dulrænni reynslu. Þá voru 40% sannfærð um framhaldslíf, 48% til viðbótar hölluðust að tilvist þess meðan aðeins 7% drógu hana fastlega í efa. Eftir því sem næst verður komist hefur tíðni þess að fólk telji sig verða fyrir dulrænni reynslu fremur aukist en hitt. Á fyrsta áratug þessarar aldar töldu t.d. 54% sig hafa skynjað hugboð eða hugsanaflutning á móti 27% í fyrrnefndri könnun. Í þessu efni skerum við okkur frá örðum Norðurlandaþjóðum sem við eigum þó mest sammerkt með hvað varðar samfélag og menningu.

Þrátt fyrir að „dultrú“ sé svo snar þáttur í andlegri menningu okkar hefur þetta fyrirbæri sáralítið verið kannað ef frá eru taldar rannsóknir sem fram hafa farið á vegum svokallaðra sálarrannsóknarfélaga. Þau starfa oftast á grundvelli spíritisma og byggja þar með á ákveðinni túlkun eða skýringarlíkani sem ástæða er til að ætla að móti mjög þær niðurstöður sem þar er komist að. Helsta undantekningin í þessu efni eru líklega rannsóknir Guðmundar Hannessonar landlæknis í upphafi 20. aldar en hann freistaði þess að rannsaka þau fyrirbæri sem fram komu í tengslum við Indriða Indriðason miðil eftir gagnrýnum aðferðum þeirrar tíðar læknisfræði og náttúruvísinda.

Líklega verður að líta svo á að megnrar „rannsóknarandstöðu“ hafi gætt í þessu efni hér á landi lengst af á 20. öld. Margar skýringar má nefna í því sambandi. Fastmótaðar hugmyndir spíritista einokuðu sviðið lengi framanaf og fældu fólk sem ekki deildi grunnviðhorfum þeirra frá því. Spíritisminn varð einnig á tímabili ein helsta leið íslensku þjóðkirkjunnar til að mæta þeirri ögrun sem trúin varð fyrir á tímum vaxandi raunhyggju. Því var gagnrýninnar könnunar vart að vænta úr þeirri átt fyrr en eftir uppgjörið við spíritismann upp úr miðri öldinni. Þá gengur „dultrúin“ gegn bæði náttúruvísindalegri heimsmynd nútímans og „orþódoxum“ viðhorfum innan kirkjunnar sem fælir marga frá rannsóknarsviðinu. Það hlýtur að vera ein af forsendum fræðilegrar rannsóknar að rannsakandinn viðurkenni tilvist viðfangs síns í einhverri merkingu og virði það. Slíkt kann að reynast mörgum erfitt þegar um dulræn fyrirbæri er að ræða. — Jafnmikilvægt er síðan að ganga gagnrýninn til verks og byggja ekki um of á fyrirframgefinni skýringu eða „trú“ í þessu efni.

Í seinni tíð hafa vissulega þó nokkrar rannsóknir átt sér stað á sögu og áhrifum spírtismans hér á landi. Má í því sambandi nefna nýlega út komna ævisögu Haralds Níelssonar (Trúmaður á tímamótum) eftir Pétur Pétursson prófessor. Minna hefur farið fyrir rannsóknum á hinum dulrænu fyrirbærum sjálfum og þeim veruleika sem fyrrgreind reynsla vísar til hvort sem hann nú er  sálrænn eða yfirskilvitlegur.

Rannsóknir dr. Erlendar Haraldssonar prófessors em. á sviði dulsálfræði er merk undantekning í þessu efni en áratugum saman hefur hann stundað fjölþættar rannsóknir á þessum umdeilda vettvangi. Spanna rannsóknir hans fjölþætt svið allt frá umfangsmiklum viðhorfskönnunum á trú fólks og reynslu í þessu efni yfir í rannsóknir á einstökum fyrirbærum sem við flokkum oft saman sem dulræn. Má þar nefna miðlastarfsemi og margháttaða reynslu fólks af því sem það skynjar sem návist látinna en jafnframt atriði eins og sýnir á dánarbeði, minningar barna um fyrra líf og furðufyrirbærið Sathya Narayana Ratnakara Raju (Sai Baba) sem var kraftaverkamaður eða loddari á Suður-Indlandi. Þarna rakst Erlendur vel að merkja á vegg þar sem Sai Baba var ekki fús til samstarfs enda tekur Erlendur ekki afstöðu til þess hvað þarna var á ferðinni. Rannsóknir sínar hefur Erlendur aðeins að litlu leyti bundið við Ísland. Þvert á móti hefur hann einnig rannsakað fyrrgreind fyrirbæri við mjög ólíkar trúar- og menningarlegar aðstæður eins og á Sri Lanka og Indlandi. Þá hefur hann verið í miklu erlendu samstarfi og birt niðurstöður sínar á alþjóðlegum vettvangi. Hann er því fremur hluti af erlendu en íslensku rannsóknarumhverfi.

Vegna hins sérstæða rannsóknarsviðs sem þó hverfist um miðlægt fyrirbæri í andlegri menningu okkar og vegna þess hve hljótt hefur lengst af verið um rannsóknir Erlendar hér á landi er fagnaðarefni að hann hefur nú gefið aðgengilega heildarmynd af þeim í ævisögu sinni (Erlendur Haraldsson og Hafliði Helgason: Á vit hins ókunna. Endurminningar Erlendar Haraldssonar. Reykjavík, Almenna bókafélagið. 2012). Það er líka margháttaður annar fengur að ævisögunni. Erlendur er af þeirri kynslóð háskólakennara sem tók þátt í að þróa Háskóla Íslands úr embættismannaskóla yfir í rannsóknarháskóla. Hann er líka einn af þeim sem ruddi nýju rannsóknarsviði braut hér á landi. Í ævisögunni varpar hann ljósi á það hvernig hann leiddist inn á þá braut sem hann fetaði í rannsóknum sínum, dregur saman þræðina og vegur og metur þá árangur sem blasir við á síðasta skeiði starfsævinnar. Þess væri óskandi að margir af samferðamönnum hans sem þátt tóku í þessari þróun háskólastarfs í landinu líti um öxl með svipuðu móti. Á þann hátt myndaðist safn til sögu íslenskrar vísindasögu sem vissulega þarf að halda til haga.

Erlendur Haraldsson hefur svo sannarlega haldið á vit hins ókunna um dagana í ýmissi annarri merkingu en með rannsókn torskilinna fyrirbæra í mannlegri reynslu, vitund og skynjun. Hann nam fræði sín á fleiri stöðum en algengt var og er bæði austan hafs og vestan, eins og fram er komið hefur hann einnig stundað rannsóknir í fjarlægum löndum og ferðast enn víðar. Einkum er ævintýralegt að lesa um ferðir hans um slóðir Kúrda í Íran og Írak á 7. áratugnum meðan óróleikinn var hvað mestur á þessu svæði og Kúrdar hvað hart leiknastir. Á þeim tíma varð Erlendur mikilvægur málsvari þeirra. Má ugglaust telja að hann hafi stundum verið í meiri hættu á þeim ferðum en hann lætur í veðri vaka. Loks víkur Erlendur á víð og dreif að sérstæðri reynslu sjálfs sín af „hinu ókunna“. Rannsóknarmaðurinn er því á engan hátt framandi fyrir viðfangsefni sínu. Slíkt gerir hann bæði læsari á rannsóknarviðfangið og sína eigin reynslu.

Í ævisögu Erlendar Haraldssonar mætir lesandinn hógværum hófsemdarmanni sem skýrir á látlausan hátt frá ævistarfi sínu og viðhorfum þegar hann lítur yfir farinn veg. Við lesturinn er ljóst að hann hrapar ekki að niðurstöðum á rannsóknarsviði sem margir hafa tortryggt og raunar litið svo á að liggi utan verkssviðs nútímavísinda. Hjá honum mætum við í senn virðingu fyrir vísindalegum viðhorfum  og opnum huga fyrir leyndum hliðum mannlegrar tilveru. Ýmsar af þeim spurningum sem Erlendur veltir upp í sögulok eru óneitanlega ögrandi og til þess fallnar að láta reyna á þá heimsmynd sem við flest göngum út frá í eigin rannsóknum eða einkalífi.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0712

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

8941

8942

8943

8944

8945

8946

8947

8948

8949

8950

8951

8952

8953

8954

8955

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10111

10112

10113

10114

10115

8956

8957

8958

8959

8960

8961

8962

8963

8964

8965

8966

8967

8968

8969

8970

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

8876

8877

8878

8879

8880

8996

8997

8998

8999

9000

9046

9047

9048

9049

9050

9051

9052

9053

9054

9055

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0712