Noam Chomsky mynd: John Soares

Höskuldur Þráinsson um Noam Chomsky

Noam Chomsky
Noam Chomsky

Í tilefni af komu bandaríska fræðimannsins Noam Chomsky til landsins haustið 2011 mun Hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir þverfaglegri málstofu. Markmið hennar er að gefa yfirlit yfir áhrif hugmynda Chomskys á rannsóknir og umræðu í mannlegum fræðum. Málstofan er skipulögð sem 10 ECTS námskeið fyrir framhaldsnema í ýmsum deildum en er jafnframt opin öllum. Noam Chomsky mun flytja fyrirlestur í málstofunni föstudaginn 9. september í Háskólabíó.

Í eftirfarandi myndskeiði birtist viðtal við Höskuld Þráinsson sem var hvatamaður að heimsókninni og stýrir jafnframt málstofunni. Höskuldur segir okkur frá tildrögum þess að Comsky heimsækir Ísland og fjallar einnig aðeins um fræðimanninn og málfræðikenningar hans.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *