Borgaraleg gildi nýfrjálshyggjunnar

Um höfundinn
Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson

Gauti Kristmannsson er prófessor í þýðingafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hans eru almenn þýðingafræði, enskar og þýskar bókmenntir, upplýsingin í Evrópu, þýðingasaga, málstefna á Íslandi og annars staðar og íslenskar samtímabókmenntir. Sjá nánar

Margaret Thatcher sagði ekkert til sem héti samfélag, einungis einstaklingar. Gauti Kristmannsson segir þessi orð hafa getið af sér hugsunarhátt sem sé í andstöðu við grundvallarreglu borgarastéttarinnar. Mynd: AP.

Borgarastéttin var líkast til höfuðóvinur marxista númer eitt. Henni hefur verið einna best lýst í frægu verki Max Webers um siðferði mótmælenda og anda kapítalismans, en hatur marxistanna á borgarastéttinni var samt tvíbent. Hatrið fól í sér miklu fremur óttablandna virðingu; bæði hafði borgarastéttin verið fyrri til að gera byltingu og svo hafði henni tekist að gæða samfélag sitt tilteknu siðferði sem vissulega minnti í sumu á yfirborðslegar dyggðir aðalsins um heiður, æru og áreiðanleika. Borgarastéttin gerði þessar og margar aðrar dyggðir að sínum og tókst að ljá þeim meiri trúverðugleika en aðlinum tókst nokkru sinni, kannski af því að þrýstingur hinnar opinberu umræðu óx með borgarastéttinni.

Frjálslyndi 19. aldar, með hugmyndum sínum um frelsi einstaklinga til athafna og ábyrgðar, átti sér þannig siðferðilega réttlætingu sem menn trúðu á. Vissulega kúgaði hin vestræna borgarastétt bæði verkalýð og nýlendur af gegndarlausri grimmd, en hún ímyndaði sér þó að hún byggi í samfélagi og hún lét ýmsar siðferðisreglur gilda innan þess og í umgengni við aðra af sama tagi.

Þessu var öðruvísi farið í fári nýfrjálshyggjunnar sem yfir heimsbyggðina reið á síðustu áratugum. Skýringin á því er einföld. Nýfrjálshyggjan henti borgaralegum gildum og dyggðum borgarastéttarinnar út um gluggann og gerði markaðinn að eina siðferðisvísi sínum. Þetta rof fékk sína frægustu birtingarmynd í orðum Margaretar Thatcher þegar hún sagði ekki væri til neitt sem héti samfélag, einungis einstaklingar, karlar og konur og fjölskyldur. „Og engin ríkisstjórn getur gert neitt nema í gegnum fólkið og fólkið þarf að líta fyrst til sjálfs sín.“ Þetta er kennisetning hinnar ábyrgðarlausu sjálfselsku sem lítur einungis til eigin hagsmuna og framhjá hagsmunum annarra.

Þessi kennisetning er ekki einungis orðagjálfur fyrrverandi stjórnmálamanns heldur hefur hún getið af sér hugsunarhátt meðal fjölda einstaklinga og þar með athafnir þar sem hlegið er að ábyrgð og svo einföldum hlutum eins og standa við orð sín; jafnvel eignarrétturinn sem borgarastéttin fyrri gerði að grundvallarreglu er háður hentistefnu og tæknilegri túlkun sjálfselskunnar.

Við sjáum afleiðingarnar í framgöngu allra þeirra ungu karla og kvenna sem á undanförnum árum trúðu ekki á neitt samfélag og hafa um leið valdið borgaralegum samfélögum meira fjárhagslegu tjóni en allir hryðjuverkamenn heimsins til samans.

Orsökin er siðleysið sem hin réttnefnda nýfrjálshyggja ber með sér, því hún er einmitt ný að þessu leyti, hún reynir ekki að ímynda sér að til sé neitt annað en einstaklingar og fjölskyldur sem þurfi að líta til sjálfs sín. Þetta er í raun draumastaða marxistanna, því með þessum hugsunarhætti gerir borgarastéttin út af við sig sjálfa með því að fórna samheldni sinni sem byggði á þeim siðferðilegu gildum sem gerðu hana eins valdamikla og raun ber vitni.

Við sjáum þetta í svo mörgu á undanförnum árum, en kannski er þetta augljósast í framferði Íslendinga í hinu guðsvolaða Icesave máli. Íslendingar tóku ekki ábyrgð á innstæðum íslenskra banka í Bretlandi og Hollandi, aðeins þeim sem hér eru. Þessi mismunun eftir þjóðerni er í anda kennisetningar Thatchers. Vissulega var þetta einkabanki og mikil neyð í öllu kerfinu íslenska. Þessi banki starfaði þó með leyfi íslenskra yfirvalda og á ábyrgð þeirra. Jafnvel þótt menn telji þá ábyrgð ekki vera tæknilega Íslendinga er þó staðreynd að Íslendingar hafa marglofað að „standa við allar skuldbindingar sínar“ eins og formenn flestra flokka á þingi héldu fram eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er líka ein af grunndyggðum borgarastéttarinnar; að standa við orð sín og undirskriftir, aðeins braskarar og illþýði svíkjast um að standa við orð sín og loforð með lagatæknilegum undanslætti. Eða þannig var það; nú er það orðin dyggð hjá ýmsum sem áður töldu sig til borgarastéttar eða marxista, en eiga nú sjálfselskuna sameiginlega með nýfrjálshyggjumönnunum sem í upphafi öttu heilu samfélögunum út á foraðið.


Comments

2 responses to “Borgaraleg gildi nýfrjálshyggjunnar”

  1. Mér sýnist á öllu eftir lestur þessa pistils að höfundur sé stuðningsmaður Samfylkingarinnar í stjórnmálum.

  2. Það er fyndinn útúrsnúningur á frjálshyggju, hvers konar sem hún kann að vera, að draga hana til ábyrgðar fyrir ríkistryggingar á einkastofnunum. Ég sé ekki almennilega hvort það sé gert hér, en það lyktar þannig. Nýfrjálshyggjunni samkvæmt skilst mér að það fólk sem lánar bönkum peninga sína ber ábyrgð á því tapi sem það yrði fyrir við gjaldþrot þeirra. Svo þegar þeir færu á hausinn væri það þeirra tap, rétt eins og hvers annars sem lánar stofnun sem verður gjaldþrota peninga.

    “Nýfrjálshyggjan”, ef hún er það sem var við lýði í “góðærinu”, gerði fólk ríkt á lánsfé. Ríkið reyndi að halda fólkinu ríku eftir hrun þótt forsendur ríkidæmisins væru brostnar með gjaldþroti bankanna. Við höldum okkur ríkum á peningum teknum að láni enn á ný, en í þetta skiptið verðum við þvinguð til að endurgreiða þá með skattheimtu næstu áratuga, og getum ekki firrt okkur ábyrgð á þeirri forsendu að við létum bönkunum enga peninga í té.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

news-0812

yakinjp


sabung ayam online

yakinjp

yakinjp

yakinjp

rtp yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

judi bola online

slot thailand

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

yakinjp

ayowin

mahjong ways

judi bola online

9001

9002

9003

9004

9005

9006

9007

9008

9009

9010

9011

9012

9013

9014

9015

10031

10032

10033

10034

10035

10036

10037

10038

10039

10040

10041

10042

10043

10044

10045

10101

10102

10103

10104

10105

10106

10107

10108

10109

10110

10221

10222

10223

10224

10225

10226

10227

10228

10229

10230

10111

10112

10113

10114

10115

10231

10232

10233

10234

10235

10236

10237

10238

10239

10240

9016

9017

9018

9019

9020

9021

9022

9023

9024

9025

9026

9027

9028

9029

9030

10046

10047

10048

10049

10050

10051

10052

10053

10054

10055

10056

10057

10058

10059

10060

10116

10117

10118

10119

10120

10121

10122

10123

10124

10125

10126

10127

10128

10129

10130

10206

10207

10208

10209

10210

10211

10212

10213

10214

10215

10216

10217

10218

10219

10220

9036

9037

9038

9039

9040

9041

9042

9043

9044

9045

10061

10062

10063

10064

10065

10066

10067

10068

10069

10070

10131

10132

10133

10134

10135

10136

10137

10138

10139

10140

10196

10197

10198

10199

10200

10201

10202

10203

10204

10205

10001

10002

10003

10004

10005

10006

10007

10008

10009

10010

10011

10012

10013

10014

10015

10016

10017

10018

10019

10020

10021

10022

10023

10024

10025

10026

10027

10028

10029

10030

10141

10142

10143

10144

10145

10146

10147

10148

10149

10150

10181

10182

10183

10184

10185

10186

10187

10188

10189

10190

10191

10192

10193

10194

10195

10071

10072

10073

10074

10075

10076

10077

10078

10079

10080

10081

10082

10083

10084

10085

10151

10152

10153

10154

10155

10156

10157

10158

10159

10160

10161

10162

10163

10164

10165

10166

10167

10168

10169

10170

10171

10172

10173

10174

10175

10176

10177

10178

10179

10180

10086

10087

10088

10089

10090

10091

10092

10093

10094

10095

10096

10097

10098

10099

10100

news-0812